Vörulýsing
Ræktaðu kryddjurtir, grænmeti eða jafnvel blóm allan ársins hring án vandræða með ræktunarpottunum frá Véritable.
Stingdu í samband, fylltu á vatnið, settu Lingot í og tækið sér um sig sjálft í allt að 4 vikur.
Með sérhannaðri hæðarstillanlegri LED lýsingu sér tækið til þess að ljósið veiti kjörið birturóf fyrir plönturnar og líki eftir náttúrulegum sólargangi, þ.e. 16 klst. af birtu og 8 klst. af myrkri.
Hlutlausa áveitukerfið sér til þess að ekki þurfi að vökva plönturnar heldur sé nóg að fylla á vatnið af og til.
Lingot einingarnar fyrir Véritable ræktunarpottana innihalda alla þá næringu sem að plönturnar þurfa á að halda svo ekki þarf að huga að viðbættri næringu.
Saman myndar þetta eina heild sem sér til þess að þú getir verið með ferskar kryddjurtir eða grænmeti til taks í eldhúsinu þegar að þér hentar.
SMART er ræktunarpottur í fullri stærð sem hentar í öll eldhús. Á honum eru tvö hæðarstillanleg ljós svo hægt er að vera með misháar plöntur sem vaxa mishratt. Körfurnar undir plönturnar eru fjarlægjanlegar svo hægt er að víxla á þeim eftir þörfum. Með fylgja 4 Lingot fræeiningar til þess að koma þér af stað í ræktuninni.
SMART ræktunarpotturinn stillir birtustigið á ljósunum sjálfkrafa svo það henti sem best út frá því hversu bjart umhverfið er.
Lingot einingarnar sem fylgja eru basilíka, krulluð steinselja, garðminta og sterkur cayenne pipar.
Nánari tæknilýsing