Atvinna | HT.is | HT.is

Atvinna

Við getum stolt sagt frá því að meðalstarfsaldur í Heimilistækjum er 12 ár og hjá okkur starfa margir reynsluboltar í fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins. Stefna Heimilistækja er að hjá okkur starfi metnaðarfullt og þekkingarsækið starfsfólk sem skilar sér í jákvæðu og vinalegu starfsumhverfi.

Hluti af því að skapa vinalegt starfsumhverfi er að hrista reglulega saman starfshópinn og bjóða reglulega upp á alls kyns skemmtun. Starfsmannafélagið sér um að skipuleggja fjölda viðburða, t.d. árlega viðburði á borð við glæsilega árshátíð, jólahlaðborð, keilumót, golfmót og fleiri smærri viðburði.

Heimilistæki leggur áherslu á að greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum. Við leggjum einnig áherslu á að veita góða þjónustu. Það er því mikilvægt að starfsfólk okkar og sölufulltrúar séu með ríka þjónustulund. Sölufulltrúar fá einnig reglulega vörufræðslufundi til að auka þekkingu og sjálfsöryggi þess í starfi.

Við hvetjum öll sem áhuga hafa að koma til starfa fyrir Heimilistæki að senda inn almenna umsókn. Sendu okkur póst á umsokn@ht.is með ferilskrá og/eða hlekk á Alfreð prófíl og haft verður samband ef starf losnar.

Önnur sértæk störf verða auglýst á Alfred.is – smelltu hér til að skoða laus störf hjá Heimilistækjum.