Hvað er extraKlasse?
ExtraKlasse er ný og endurbætt heimilistækjalína frá Siemens þar sem gengið er skrefinu lengra í hönnun og heimilistækin tekin upp á næsta stig. ExtraKlasse er eingöngu fáanleg í Heimilistækjum á Íslandi og í verslunum Elon á Norðurlöndunum. Framúrskarandi hönnun, nýjungar í hátæknilausnum, einfaldleiki og þægindi eru helstu kostir sem einkenna heimilistæki merkt Siemens extraKlasse.
Siemens heimilistækin eru í eigu BSH group í Þýskalandi.
Ofnar og helluborð
Glæný helluborðstækni hjálpar þér að leysa sköpunargáfu þína í eldhúsinu úr læðingi
Uppgötvaðu fjölhæfari helluborð: flexInduction PlusVertu jafn sveigjanleg/ur og lífið er fjölbreytt. Gott hráefni er auðvitað undirstaða þess að hægt sé að elda virkilega góðan mat, en tilfinning fyrir tímasetningu, nákvæmni og sveigjanleiki ræður úrslitum um útkomuna. Þess vegna færðu þessi þrjú mikilvægu innihaldsefni með Siemens flexInduction Plus helluborðum. | Minni áhyggjur með fryingSensor ProHver hefur ekki óvart ofeldað eða brennt matinn sinn? Slysin gerast gjarnan þegar þú þarft að hafa stjórn á nokkrum hlutum á sama tíma, sem gerist oft í eldamennskunni. Með Siemens steikingarskynjaranum þarftu ekki að stilla hitastillingar helluborðsins á meðan þú ert að elda, heldur velurðu á milli 11 hitastiga og virkjar fryingSensor Pro. |
Ánægjuleg eldamennska í ofninum
Siemens extraKlasse ofnar eru með tækni sem einfaldar eldamennskna. Snertiskjárinn hefur leiðandi viðmót, svo valið á milli kerfa verður einfaldara og fljótlegra. Veldu kerfi og hitastig með léttri snertingu og eldamennskan hefst
Kjöthitamælir stendur vaktinaSafaríkar steikur eða fullkomlega eldaður fiskur verða ekki til án rétts innra hitastigs. | Pyrolytic sjálfhreinsandi kerfiOfnaþrifin lenda oftast aftast á þrifalistanum - nema hjá þeim sem hafa sjálfhreinsandi kerfi, eins og Siemens extraKlasse ofnarnir okkar eru með! |
Þvottavélar og þurrkarar
i-Dos: Snjallskammtari sem sparar bæði þvottaefni og vatnSjálfvirkt skömmtunarkerfi Siemens i-Dos skammtar nákvæmlega það magn af þvottaefni sem þarf, hvorki meira né minna. Snjallskynjarar nema efni, magn þvotts og óhreinindi og skammta síðan ákjósanlegasta magn af þvottaefni og vatni. Það sparar bæði vatn, orku og þvottaefni. | Straujaðu sem minnstAð strauja skyrtur og blússur krefst oft bæði tíma og reynslu fyrir góðan árangur. Með Siemens þvottavélaappinu smartFinish hlýtur þú hjálparhönd í formi milds gufuskammts sem dregur verulega úr krumpum í flíkinni. Eftir um það bil 20 mínútur eru fötin þín mun sléttari svo þú þarft ekki að strauja þau nema rétt aðeins að renna yfir eða jafnvel losnar algerlega við að strauja. | Ímyndaðu þér ef þurrkarinn þinn gæti hreinsað sig sjálfurMeð Siemens intelligentCleaning kerfinu skolar þurrkarinn sjálfur lóna úr varmadælunni. Í stað þess að fjarlægja ló í hvert skipti þarftu aðeins að tæma ílátið á 20 þurrka fresti. Hámarks þægindi á meðan þurrkarinn vinnur á hámarksafköstum án aukinnar orkunotkunar því varmadælan er alltaf lólaus. |
Kæli- og frystiskápar
Njóttu ferskleikans ennþá lengur með hyperFresh
Snjallkerfið hyperFresh frá Siemens heldur matnum ferskum lengur með því að tryggja kjörhita- og rakastig í kæliskápnum. hyperFresh premium 0°C samanstendur af tveimur sérstillanlegum skúffum, önnur fyrir ávexti og grænmeti, hin fyrir fisk og kjöt. Geymsla í þessum skúffum lengir geymsluþol hráefnisins allt að þrefalt samanborið við geymslu utan skúffunnar. Með möguleikanum á að halda matnum ferskum lengur forðastu bæði sóun og aukaferðir út í búð.
Nýttu uppþvottavélina sem best
60 cm breiðu uppþvottavélarnar okkar hafa sveigjanlega varioDrawer toppskúffu. Þar má setja eldhúsáhöld eins og þeytara og sleifar, smærra leirtau eins og espressobolla og hnífapör. Þú býrð til þína eigin uppröðun með lækkanlegum hillum og samanbrjótanlegum skilrúmum. Uppþvottavélunum fylgir auk þess hefðbundin hnífaparakarfa og flöskuhaldari. Með varioDrawer færðu einfaldlega fleiri tækifæri til að hlaða uppþvottavélinni nákvæmlega eins og þér hentar.
Innbyggð hönnun
Innbyggðar Siemens uppþvottavélar setja hreinan, glæsilega hannaðan og nútímalegan svip á eldhúsið. Stjórnborðið er staðsett ofan á hurðinni – sýnilegt aðeins þegar þú þarft að nota það.