Koda 2 Max pizzaofn | Ooni | HT.is

Koda 2 Max pizzaofn frá Ooni

Koda 2 Max er stærsti og fullkomnasti pizzaofninn frá Ooni til þessa, með gríðarstóru eldunarsvæði, 24 tommur og tveimur hitasvæðum. Hann er hannaður fyrir þá sem vilja geta eldað margar pizzur samtímis, stórar pizzur og mismunandi rétti.

Bakaðu eins og fagmaður

Koda 2 Max nær allt að 500 °C á um það bil 30 mínútum, eins og hefðbundnir napólitanskir pítsuofnar. Þetta þýðir að þú færð vel risin, loftkenndan og brúnan kant með vel bökuðum botni á aðeins 60 sekúndum.

Tveir brennarar – endalausir möguleikar

Með tveimur sjálfstætt stýrðum brennurum geturðu eldað mismunandi rétti hlið við hlið. Bakaðu klassíska pítsu öðrum megin og eldaðu kjöt eða grænmeti hinum megin. Þetta opnar fyrir nýja möguleika á fjölbreytni og skilvirkni, sérstaklega þegar eldað er fyrir marga.

Snjöll hitastýring

Með Ooni Connect™ og innbyggðum stafrænum hitamæli færðu fulla stjórn í gegnum snjallsímann. Þú sérð strax þegar ofninn er tilbúinn og getur fylgst með hitanum í rauntíma. Með tveimur hitaskynjurum og tveimur brennurum hefuru fullkomna stjórn á hita.

Jöfn dreifing hita yfir allt svæðið

Með G2 Gas Technology™ og keilulaga brennurum dreifist hitinn jafnt yfir allan pizzasteininn, dregur úr köldum blettum og styttir upphitunartíma.

Athugið: Þrýstijafnari og slanga fylgja ekki með og þarf að kaupa sérstaklega.