Íslenska ánægjuvogin 2022 | HT.is

 

 

 

Þriðja árið í röð vorum við valin efst í flokki raftækjaverslana í Íslensku ánægjuvoginni 2022, en Heimilistæki mældist með 75,6 stig. Þetta er í þriðja skiptið sem raftækjamarkaðurinn er mældur og það er því svo sannarlega ánægjulegt að eiga svona ánægða viðskiptavini.

 

Einnig erum við hæst á smásölumarkaði og í þriðja sæti þegar horft er á allar atvinnugreinar! Við gætum því ekki verið ánægðari bæði með frábæra viðskiptavini og okkar góða starfsfólk sem hefur veitt fyrsta flokks þjónustu síðastliðið ár sem og árin á undan. Við erum hvergi nærri hætt og munum leggja okkur fram við að bæta okkur enn betur árið 2023. 

 

Takk fyrir okkur og takk fyrir að velja Heimilistæki!

 

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Þú finnur nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina á vef Stjórnvísis.