Íslenska ánægjuvogin 2021 | HT.is

 

 

Takk fyrir okkur!

 

Viðskiptavinir Heimilistækja eru ánægðustu viðskiptavinirnir á raftækjamarkaði samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar 2021, en Heimilistæki mældist með 79,2 stig. Þetta er aðeins í annað skiptið sem raftækjamarkaðurinn er mældur og það er því svo sannarlega ánægjulegt að eiga svona ánægða viðskiptavini.

 

Einnig erum við hæst á smásölumarkaði, næst hæst í öllum mælingum ánægjuvogarinnar 2021 og erum hástökkvari ársins! Í fyrra fengum við 74,2 stig og hækkuðum því um 5 stig á milli ára! Alveg hreint ótrúlegur árangur og við gætum ekki verið þakklátari fyrir samvinnuna með ykkur síðasta árið.

 

Takk fyrir okkur og takk fyrir að velja Heimilistæki!

 

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Þú finnur nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina á vef Stjórnvísis.