Verslanir
Opnar kl 10:00
Opnar kl 10:00
Vörulýsing
Q30 | Bluetooth Noise Cancelling heyrnatól
Háþróuð hljóðeinangrunartækni: Haltu einbeitingu með tvívirkri hljóðeinangrun Q30 heyrnartólanna. Tveir hljóðnæmir hljóðnemar greina og sía út allt að 95% af lágtíðni umhverfishljóðum svo ekkert trufli tónlistina þína.
Fullkomin hljóðeinangrunarupplifun: Sérsníddu hljóðeinangrunina með þremur stillingum – Transport dregur úr hreyflahljóði í flugvélum, Outdoor dregur úr umferð og vindi, og Indoor dregur úr hávaða á skrifstofum þar sem fólk talar í bakgrunni.
Hágæða tónlist: Hlustaðu á öll smáatriði í uppáhaldslögunum þínum með 40 mm drifum Q30. Sveigjanleg silkiþind skilar djúpum bassa og skörpu hátíðnihljóði upp í 40 kHz fyrir aukninn skýrleika.
40 klst. spilunartími: Q30 heyrnartólin spila allt að 40 klst. í hljóðeinangrunarstillingu. Í venjulegri stillingu nær spilunartíminn allt að 60 klst. og aðeins 5 mínútna hleðsla gefur 4 klst. hlustun.
Þægindi án þrýstings: Q30 heyrnartólin eru með mjúkum próteinleðurskálum og minnissvampfyllingu sem lagast að eyrunum. Létt hönnun tryggir þægindi fyrir langar hlustunarlotur.
TCO vottað: Fyrir betri sjálfbærni.
Athugið: Virk hljóðeinangrun (ANC) virkar ekki þegar heyrnartólin eru tengd með AUX snúru.
Nánari tæknilýsing