Verslanir
Opnar kl 10:00
Opnar kl 10:00
+16
Vörulýsing
Roborock Q7 TF White ryksuguvélmenni
Roborock Q7 TF ryksuguvélmennið sameinar öflugan sogkraft með snjallri tækni
til að halda heimilinu glansandi hreinu á hverjum degi.
Með 10.000 Pa HyperForce® sogkraft, burstum sem flækja ekki hár og skilvirkri
moppufærni ræður vélmennið auðveldlega við bæði hár og óhreinindi. PreciSense®
LiDAR-stýring og appstýring gefa þér fulla stjórn á þrifunum – hratt, nákvæmt
og aðlagað að þínum þörfum.
Háþróuð tækni
Roborock Q7 TF er snjall þrifafélagi sem sameinar kraft, nákvæmni og þægindi. Með háþróaðri tækni og vandaðri hönnun gerir hann þrifin einfaldari, skilvirkari og fyrst og fremst hreinni.
HyperForce® sogkraftur
Upplifðu muninn með heilum 10.000 Pa af HyperForce® sogkrafti. Roborock Q7 TF lyftir ryki, mylsnu og hári af bæði teppum og hörðum gólfum. Hann djúphreinsar og skilur heimilið eftir glansandi hreint – í hvert skipti.
Fullkomið fyrir gæludýraeigendur
Dual Anti-Tangle kerfið heldur burstunum lausum við hárflækjur. Aðalbursti og hliðarbusti eru hannaðir til að koma í veg fyrir að hár festist – nauðsynlegt fyrir heimili með loðin gæludýr.
Snjöll moppufærni
Innbyggða moppan hefur þrjár stillingar og 270 ml vatnstank. Hvort sem þú vilt fríska upp eða djúphreinsa, aðlagar Q7 TF sig að þínum þörfum fyrir fullkomna útkomu.
Leiðsögn með lasergeisla
Með PreciSense® LiDAR-tækni skannar vélmennið heimilið í 360 gráður og býr til nákvæmt kort. Það lærir fljótt á rýmin þín, ræður við mörg hæðarstig og þrífur með bæði hraða og nákvæmni.
Appstýring
Stjórnaðu öllu í gegnum Roborock appið. Tímasettu þrif, búðu til svæði, stilltu mopputilvik eða fylgstu með framvindu vélmennisins í rauntíma. Þú hefur fulla stjórn – hvar sem þú ert.
Nánari tæknilýsing