Roborock Ryksuguvélmenni Q Revo S hvít | HT.is

Roborock Qrevo S svart ryksuguvélmenni

Uppgötvaðu Qrevo S, byltingarkenndu nýju ryksuguróbótan frá Roborock sem ryksugar og moppar gólfin nánast alveg sjálfvirkt. Qrevo S er hönnuð til að auðvelda heimilisþrifin á skilvirkan hátt með háþróaðri kortlagningu herbergja auk þess að hafa bættan sogkraft.

Roborock Qrevo S er hönnuð til að fjarlægja hár og óhreinindi úr sprungum í gólfinu og djúpum teppum með endurbættum 7.000 Pa sogkrafti.

Háþróað LIDAR (laser imaging, detection, and ranging) kortlagningarkerfi býr til nákvæmt kort af heimilinu með því að skanna í 360° umhverfis róbótan og reikna síðan út skilvirkustu þrifaleiðina.

Sjálfvirk hleðslu- og tæmingarstöð tæmir, þrífur og hleður ryksuguróbótinn.

Snúningsmoppur snúast allt að 200 snúninga á mínútu til að þrífa jafnvel þráláta eða erfiða bletti.

Hægt er að sérsníða fullkomna þrifaáætlun samkvæmt herbergistegund með Roborock SmartPlan.

Ef hakað er við mismunandi gólftegundir í appinu mun það aðlaga þrifin í samræmi við það, t.d. þrífa svefnherbergið á undan eldhúsinu og baðherberginu. Eftir hvert herbergi fer róbótinn í hreinsistöðina og þrífur moppurnar.

Full stjórn með Roborock appinu.

Viltu hafa nákvæma stjórn á þrifunum? Með Roborock appinu er það ekkert vandamál. Í appinu fæst aðgangur að ýmsum snjöllum eiginleikum sem einfalda daglegt líf.

Stýring með Apple Watch.

Qrevo S getur tengst við Apple Watch og því auðvelt að  byrja að þrífa án þess að taka upp símann. Sofa lengur um helgar og þrifin byrjuð áður en þú ferð fram úr rúminu.

Tímabundin hreinsun.

Hefur ryksugan verið kærulaus við að þrífa sum herbergi? Ef einhver svæði eru ekki nógu hrein eftir þrif Qrevo S geturðu sent ryksuguna þangað til að þrífa aftur. Eftir það heldur hún áfram með upprunalega þrifaáætlun.

Sérsniðnar flýtileiðir Í Roborock appinu.

Vistaðu eiginleikana sem þú notar mest sem flýtileiðir.

Sveigjanlegar hreinsunaráætlanir.

Þú ákveður hvenær og hvernig ryksugan mun þrífa heimilið þitt. Hægt er að skipuleggja þrif eftir vikudegi, tíma dags eða herbergi.

Barnalæsing.

Þegar barnalæsingin er virkjuð eru hnappar á ryksugunni læstir ef ryksugan er ekki að vinna. Frábært fyrir fjölskyldur með ung börn.