Skilmálar

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við lög um neytendakaup, en vörur sem ætlaður er umtalsvert lengri endingartími en 5 ár geta verið með allt að 5 ára ábyrgðartíma á framleiðslugöllum.

Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár.  Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.  Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru.  Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en viðurkenndu verkstæði Heimilistækja, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

Skilaréttur

Vöru má skila innan 14 daga, með framvísun kvittunar, gegn fullri endurgreiðslu.
Allir fylgihlutir þurfa að fylgja með vöru þegar vöru er skilað. Skilavara skal vera söluhæf, ónotuð og í upprunalegum umbúðum.
Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila.

 

Innskráning með Facebook

Með því að skrá þig inn á vefsíðu Heimilistækja í gegnum facebook samþykkir þú að Heimilistæki fái aðgang að eftirfarandi upplýsingum, séu þær aðgengilegar á Facebook reikningi þínum:

1. Fullt nafn 
2. Netfang

Heimilistæki nota þessar upplýsingar til þess stofna aðgang þinn að vefsvæði ht.is og deilir þeim ekki með öðrum. 
Með því að nota innskráningu í gegnum Facebook á www.ht.is samþykkir þú þessa skilmála. 

 

Tryggingaskilmálar

Í mörgum tilfellum býðst viðskiptavinum okkar að kaupa viðbótartryggingu með vöru. Viðbótartrygging veitir víðtækari rétt en hefðbundnir ábyrgðarskilmálar líkt og sjá má á skýringartöflunni hér fyrir neðan.

Hér má sjá skilmála fyrir tryggingarnar.