Upplýsingar

 
Atvinnuumsóknir 
Við hvetjum alla sem áhuga hafa að koma til starfa fyrir Heimilistæki að senda inn umsókn og haft verður samband ef starf losnar. Smellið á linkinn hér fyrir neðan til að skoða laus störf eða til að senda inn almenna atvinnuumsókn.
 
 
 
Um Heimilistæki
Heimilistæki hefur um langt árabil verið leiðandi í innflutningi og sölu á raf- og heimilistækjum. Fyrirtækið var stofnað 22.september 1962 og varð því 50 ára á árinu 2012. Stórverslun Heimilistækja flutti haustið 2007 eftir langa dvöl við Sæbrautina sem nú heitir Guðrúnartún og er nú til húsa á Suðurlandsbraut 26, þar sem Sigtún var eitt sinn til húsa. Auk verslunar í Reykjavík eru sex verslanir á landsbyggðinni á Selfossi, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Akranesi og í Reykjanesbæ.
 
Markmið Heimilistækja er að bjóða upp á framúrskarandi vöruúrval sambærilegt því sem gerist í stærstu verslunum erlendis en á sama tíma að veita mjög góða og persónulega þjónustu. Með þetta að leiðarljósi var vefur Heimilistækja hannaður, og er mikið lagt í að allar upplýsingar, verð og myndir séu aðgengilegt á vefnum og er hann uppfærður oft á dag. Allar vörur Heimilistækja eru til sýnis á vefnum.
Heimilistæki eru með umboð fyrir mörg þekktustu vörumerki heims á sviði raf- og heimilistækja, sem tryggir mikið og gott vöruúrval, hagstæðustu innkaup sem völ er á með beinum viðskiptum við framleiðendur, og þar af leiðandi bestu mögulegu verð til neytenda. Á sama hátt þá tryggir einnig beint samband við framleiðendur besta mögulega þjónustustig sem völ er á.
 
Meðal umboða Heimilistækja eru Whirlpool, Bauknecht, Beko, Philips, Dali, DeLonghi, Fissler, Wilfa, Elna, Vestfrost, Kenwood, Nad, Denon og Casio.
Allar frekari upplýsingar um Heimilistæki ehf má fá í síma 569-1500 eða með því að senda tölvupóst á sala@ht.is
 
 
Heimilistæki ehf.
Kt. 470400-3070
Vsk. númer: 75484
Suðurlandsbraut 26
108 Reykjavík
Sími: 569-1500
Fax: 569-1501
 
 
Vöruhús Heimilistækja
Vöruhús Heimilistækja er að Klettagörðum 21, sími 5691490. Allar stærri vörur eru afhentar í vöruhúsinu, og er opnunartími þess sami og verslunar Heimilistækja.
 
 
Heimilistæki ehf.  |  Suðurlandsbraut 26  |  Sími 569 1500  |  sala@ht.is     Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu