Þjónusta

 
Þjónustuverkstæði

Heimilistæki leitast við að veita framúrskarandi þjónustu fyrir og eftir kaupAllar frekari upplýsingar má fá í síma 569-1500 eða með því að senda fyrirspurn á sala@ht.is.
 
Reykjavík

Þjónustunni í Reykjavík er skipt í tvö svið, heimilistæki og raftæki.
 
Raftæki og smátæki

Þjónustu fyrir raftæki og smátæki, t.a.m. sjónvörp, myndbandstæki, DVD spilara, hljómtæki, símtæki, ryksugur, hrærivélar, kaffikönnur ogfleira er hjá Raftækjaverkstæðinu Síðumúla 4, Sími 553-9091. Opnunartími er alla virka daga frá kl. 9 til kl. 18. Tölvupóstur s4@ht.is 
 
Stór heimilistæki

Þjónusta við heimilistæki, t.a.m. þvottavélar, ísskápa, eldunartæki og fleira er hjá Rafbraut, Dalvegi 16b, Sími 585-2400. Rafbraut er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 9 til kl. 17, en lokað er í hádeginu frá kl. 12 til kl. 13. Tölvupóstur rafbraut@rafbraut.is . Einnig er hægt að panta viðgerðarmann heim á www.rafbraut.is
 
Landsbyggðin
 
AKUREYRI – Allar upplýsingar má fá í síma 460 3380 eða í tölvupósti akureyri@ht.is
HÚSAVÍK – Allar upplýsingar má fá í síma 464 1600 eða í tölvupósti husavik@ht.is
EGILSSTAÐIR – Allar upplýsingar má fá í síma 414 1735 eða í tölvupósti egilsstadir@ht.is
SELFOSS – Allar upplýsingar má fá í síma 414 1745 eða í tölvupósti selfoss@ht.is
REYKJANESBÆR – Allar upplýsingar má fá í síma 414 1740 eða í tölvupósti keflavik@ht.is
AÐRIR STAÐIR – Vinsamlegst hafið samband við Heimilistæki Reykjavík til að fá frekari upplýsingar í síma 5691500 eða tölvupósti sala@ht.is
 
Skilaréttur

 
Vöru má skila innan 14 daga, með framvísun kvittunar, gegn fullri endurgreiðslu.
Allir fylgihlutir þurfa að fylgja með vöru þegar vöru er skilað. Skilavara skal vera söluhæf, ónotuð og í upprunalegum umbúðum.
Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila.
 
Kaskótrygging

Heimilistæki bjóða í samstarfi við vátryggingarfélagið Vís upp á kaskótrygginar til þriggja eða fimm ára. Kaskótrygging er trygging umfram almenna ábyrgðarskilmála. Tryggingin tryggir fyrir skemmdum, þjófnaði (skv. lögregluskýrslu) eða bilunum sem falla ekki undir almenna ábyrgðarskilmála, t.d. ef sjónvarp dettur í gólfið, myndavél er stolið eða ef þvottavél skemmist sökum aðskotahluta. Engin sjálfsábyrgð er á tryggingunni sem þýðir að gert er við vöruna eða afhent ný án nokkurs kostnaðar. Afgreiðsla tjónamála er með sama hætti og með önnur þjónustumál, hafa á samband við þjónustuverkstæði.
 
Greiðsludreifing 

Heimilistæki bjóða upp á raðgreiðslur til allt að 59 mánaða í samstarfi með Borgun. Vaxtalausar raðgreiðslur eru í boði til allt að 12 mánaða nema af sértilboðum eða á útsölum þá er í boði vaxtalausar raðgreiðslur til allt að 6 mánaða. Til að nota raðgreiðslur þarf greiðslukort frá VISA eða Mastercard. Lántökugjald er 3,5% og greiðslugjald er 390 kr. per greiðslu.
 
Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við lög um neytendakaup, en vörur sem ætlaður er umtalsvert lengri endingartími en 5 ár geta verið með allt að 5 ára ábyrgðartíma á framleiðslugöllum.

Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár.  Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.  Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru.  Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en viðurkenndu verkstæði Heimilistækja, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

 
Endurvinnsla á raftækjum og rafhlöðum
 
Þú mátt skila rafhlöðum til okkar eða á móttökustöðvar sveitarfélaga þér að kostnaðarlausu.
Raftæki geta innihaldið spilliefni, til að mynda rafhlöður og önnur efni og því er mikilvægt að þeim sé alls ekki fargað með almennu heimilissorpi heldur farið með í sérstaka raftækjagáma á söfnunarstöðvum sveitarfélaganna, þ.e.a.s Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Rafhlöður eru spilliefni og mega ekki fara í almennt sorp.
 

 

 

 

 

Heimilistæki ehf.  |  Suðurlandsbraut 26  |  Sími 569 1500  |  sala@ht.is     Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu