Philips Hue Snjalllýsing

Snjalllýsing getur hjálpað þér við allt frá því að vakna á morgnana og slökun á kvöldin til þess að sporna gegn innbrotum á meðan þú ert að heiman. Hér finnur þú gagnlegar upplýsingar um hvernig Philips Hue virkar – ásamt ráðum um nokkrar snjallar leiðir til þess að nota Philips Hue lýsingu.


Hvað er Philips Hue?

Philips Hue er snjalllýsing sem mun breyta daglegu lífi þínu til hins betra. Með snjallri lýsingu verður auðvelt að aðlaga ljósið á heimilinu að þínum þörfum og fjölskyldunnar í heild - allt án þess að þurfa að ráða rafvirkjameistara eða endurtengja raflagnir á heimilinu.

Láttu ljósin slokkna þegar síðasti fjölskyldumeðlimur fer að heiman á morgnana og tendraðu þau aftur sjálfvirkt þegar þú kemur heim.

Snjalllýsingin frá Philips Hue er fáanleg bæði sem ljósaperur í ljósgjafana sem þegar eru staðsettir á heimilinu en einnig sem fullbúin ljós og ljósastikur.
 

Hvernig virkar þetta?

Kveiktu, slökktu og dimmaðu Philips Hue ljósin eins og þú kýst - með rofa, skynjara, í gegnum appið eða með raddstýringu. Þú getur valið að stjórna lýsingunni með Bluetooth eða Bridge, brú sem tengir ljósin á heimilinu við snjallkerfi. Ef þú vilt byrja á því að stjórna ljósunum þínum með Bluetooth er auðvelt að bæta við brú seinna.

Hver er munurinn á því að stjórna lýsingu með Bluetooth og með Brú?

Með Bluetooth geturðu stjórnað allt að tíu ljósum í einu herbergi. Þú getur líka notað raddstýringu með hjálp Amazon Alexa, Google Home eða Apple Homekit.

Ef þú vilt ná fram enn betri lýsingu og getuna til að stjórna öllu heimilinu skaltu tengja Hue ljósin við brúna. Þegar brúni hefur verið bætt við virkjast innbyggða Zigbee netið sem veitir þér aðgang að mismunandi snjallstillingum. Með Hue Bridge geturðu tengt allt að 50 ljós og stjórnað lýsingunni á einum stað, hvor sem þú ert í herberginu eða ekki. Kerfið gerir þér kleift að fjarstýra lýsingunni á heimilinu, sama hvar þú ert, og tengja hana við annan auka snjallbúnað. Að auki geturðu gert ljósin sjálfvirk með því að tímasetja þau ásamt því að samstilla ljósin við kvikmyndir, leiki og tónlist. Auðveldasta leiðin til að byrja er að ná sér í Philips Hue upphafspakkann.

Hvort sem þú velur að stjórna ljósunum þínum með Bluetooth eða Brú, henta þau vel með Hue dimmer og rofa, án mikillar fyrirhafnar. Aðrir eiginleikar sem í boði eru: möguleiki á að velja heitt eða kalt ljós, aðgengi að ráðleggingum um lýsingu við hversdags verkefni, Úrval 16 milljón lýsingarlita og  vekjara- og svefn- ásamt tímastillingu.Hvaða fylgihlutir eru til fyrir Philips Hue?

Auk Hue Brúnnar er til fjöldi annarra fylgihluta sem geta einfaldað og snjallvætt daglegt líf:

 • Skynjarar: Hreyfi- og útiskynjari. Kveiktu ljósin þegar einhver nálgast. Skynjararnir eru fáanlegir til notkunar bæði innan- og utandyra.
 • Rofi: Dimmer rofi og takka rofi með þráðlausri rafhlöðuuppsetningu. Festu beint á vegginn eða hafðu lausa og notaðu sem fjarstýringu. Rofarnir eru fáanlegir sen dimmer eða með hnöppum til að tendra eða slökkva á uppáhalds ljósasamspilinu þínu á einfaldan hátta eða til þess að slökkva á öllum lýsingum samtímis.
 • Samstillingarbox: Samstilltu sjónvarpið við lýsinguna og kallaðu fram lifandi litríka lýsingu sem fylgir litrófi þess sem er á skjánum.
 • Snjalltengi: Kveiktu á hvaða ljósi sem er, jafnvel þeim sem ekki er hægt að nota með Hue, og stjórnaðu í gegnum forritið eða með raddstýringu.
 • Aukahlutir fyrir útilýsingu: Til að nota Philips Hue í garðinum eru til ýmsir fylgihlutir, þar á meðal aflgjafar og framlengingarkaplar. Augljóslega veðurþolið svo þú getur haft snjalllýsingu allan ársins hring í öllu veðri.

Brúin - Hue Bridge – nettengir snjalllýsinguna

Góð ráð – snjalllýsing á snjalla mátann:

ÖRYGGISLÝSING

Láttu snjalllýsinguna taka vel á móti þér með birtu og yl þegar þú kemur heim. Öryggislýsing virkar einnig frábærlega sem letjandi fyrir óvelkomna gesti. Skapaðu óvissu fyrir þjófa um hvort þú sért heima eða ekki með því að keikja ljós í mismunandi herbergjum jafnvel á meðan þú ert að heiman. Þú getur kveikt og slökkt inni- og útiljósin í gegnum appið hvort sem þú ert heima eða ekki – til dæmis þegar þú ert erlendis eða á meðan þú ert í vinnunni. Þú getur einnig kveikt, slökkt og dimmað ljósin í mismunandi herbergjum sem og utandyra með aðstoð sjálfvirkra stillinga á mismunandi tímum, til að gefa það í skyn að einhver sé heima. Ef þú ert með einkainnkeyrslu geturðu sett upp hreyfiskynjara við innkeyrsluna og það mun kveikna á útilýsingunni þegar einhver nálgast. Fyrir aukið öryggi geturðu parað snjallútilýsinguna við myndavél, td. Netatmo myndavél.

Til þess að auka öryggið enn frekar þegar þú ert heima er líka mögulegt að para snjalllýsingu þína við brunaviðvörun frá Netatmo.

SJÁLFVIRK LÝSING BYGGÐ Á ÞINNI DAGLEGU RÚTÍNU

Láttu ljósið í svefnherberginu auka styrk eftir því sem tíminn til að vakna nálgast og líkja þar með eftir sólarupprás. Stilltu á kalt hvítt ljós til þess að auka áhrifin, stillingin hentar líka vel á baðherberginu á morgnana. Lestu meira um snjalllýsingu á baðherberginu hér.

Bjart, hvítt ljós getur hjálpað við einbeitingu, til dæmis á meðan þú vinnur eða stundar heimanám. En er það ljósið sem þú vilt við eldhúsborðið á daginn? Þegar komið er að kvöldmatartíma geturðu skipt yfir í hlýrra og huggulegra ljós.

Mjúkt, hvítt ljós er frábært til að slaka á og er hið fullkomna ljós til afslöppunar í lok dags.

Ábending! Til að kalla auðveldlega fram réttu ljósi á réttum tíma gæti verið praktískt að skipuleggja sjálfvirkt hvaða lampar ættu að hafa hvers konar ljós á hvaða tíma. Jæja, þú þarft ekki að hugsa um þetta lengur, en lýsingin sér um sig sjálf. Snjallt.

SNJALLLÝSING OG UNG BÖRN

Hjálpaðu litlum fjölskyldumeðlimum að kveikja ljósið með hreyfiskynjara. Settu einn í stigann eða á baðherbergið, jafnvel yngstu meðlimir fjölskyldunnar geta þannig kallað fram lýsingu þegar þeir þurfa á henni að halda - jafnvel þó þeir komist ekki að rofanum.

Önnur tilfelli þar sem snjalllýsing getur verið gulls ígildi fyrir barnafjölskyldur eru til dæmis:

 • Til þess að geta auðveldlega dempað ljósin þegar þú ert með sofandi barn í fanginu á sófanum,
 • Þegar þú vilt dempað, hreyfistýrt ljós í barnaherberginu eða á baðherberginu fyrir næturgjöf eða salernisheimsóknir.
 • Eða þegar þú ert með fullar hendur og þarft að kveikja ljósið herberginu – auðveldlega leyst með raddstýringu.

Möguleikarnir á snjallara daglegu lífi eru óþrjótandi.

ORKUSPARNAÐUR

Býrðu með fólki sem geta aldrei munað að slökkva ljósin? Veldu úr þremur leiðum til að spara orku og peninga:

 • Stilltu sjálfvirkt hvenær ljósin loga og eða ekki.
 • Notaðu hreyfiskynjara svo ljósið er aðeins kveikt í rýminu á meðan hreyfing er í því.
 • Fylgstu með í appinu - slökktu á ljósunum sem enn eru kveikt þegar allir fjölskyldumeðlimir eru úti yfir daginn. Einföld lausn hvar sem þú ert.

Uppsetning Hue - skref fyrir skref

Uppsetning Philips Hue er mjög auðveld. Ef þú vilt byrja smátt, þá eru til startpakkar með nokkrum ljósum, rofa og brú. Svo er auðvelt að bæta við fleiri perum ef þörf krefur.

SVONA ER EINFALT AÐ BYRJA:

 1. Skrúfaðu perurnar í ljósin þar sem þú vilt hafa þær og kveiktu á rofunum.
 2. Ef þú vilt stjórna lýsingu þinni með Brúnni, tengdu hana við netið þitt. Þegar öll þrjú ljósin loga á brúnni er hún tilbúin til notkunar.
 3. Sæktu appið úr App Store eða Google Play verslun. Tengdu þig við brúna og finndu ljósin þín.

Ef þú ert með Amazon Alexa, Google Assistant eða Apple Homekit geturðu stjórnað lýsingu þinni með raddstýringu.

Hvaða lampar og ljósastikur eru til?

Til viðbótar við perur fyrir lampa og ljós eru einnig fáanleg Hue ljósker og ljósastikur til notkunar innan- og utandyra.

Veldu úr fjölbreyttu úrvali af borð- og gólflömpum, kösturum, ljósakrónum og loftljósum til notkunar innanhúss. Einnig eru í boði sérstök ljós ætluð fyrir baðherbergi í öryggisflokki IP 44, sem þýðir að þau þola vel bæði vatnsskvettur og ryk.

Það er einfalt að fá snjalllýsingu utanhúss með Hue snjallperum – bæði fyrir vegg- og garðljós.

Philips Hue ljósastikur eru einnig fáanlegar til notkunar innan- og utanhúss með bæði hvítu og lituðu ljósi. Beygðu og mótaðu hvernig sem þú vilt og skapaðu stemmningslýsingu til dæmis undir skápa, fyrir aftan sjónvarpið eða meðfram grasflötum í garðinum.


Philips HUE snjallperur Philips HUE snjallljós

Ólíkar gerðir ljósa

Skipta má Philips Hue í gerðir: White fyrir auðvelda stjórn og aukin þægindi, White Ambiance fyrir öll tilefni og White & Color Ambiance fyrir ótakmarkaða möguleika.

HVÍTT

Með Philips Hue White færðu alltaf bjartar og hlýlegar móttökur við heimkomuna. Þú getur auðveldlega stjórnað lýsingunni frá svefnherberginu eða úr garðinum. Einnig geturðu látið líta út fyrir að þú sért heima þegar þú ert frá. Allt til þess að bæta og einfalda heimilislífið.

HVÍTT AMBIANCE

White Ambiance skapar réttu stemninguna við hvert tilefni. Þú getur vaknað á náttúrulegan hátt, fengið hjálp við að safna orku, einbeitt þér, slakað á, lesið eða sofnað. Lýsingin hjálpar til við að skapa rétta stemningu öllum stundum.

HVÍTT OG LITAРAMBIANCE

Með White and Color Ambiance geturðu skapað framúrskarandi ljósupplifun á heimilinu. Breyttu litasamsetningum lýsingarinnar eftir þínu skapi eða samstilltu snjalllýsingu við tónlist, leiki eða kvikmyndir. Veldu úr hundruðum forrita – slepptu hugmyndafluginu lausu!

Tengdar vörur

PHS-HUE73109
 
PHS-HUE61301
 
PHS-HUE06701