Philips Airfryer - loftsteikingarpottar | HT.is

Philips Airfryer XXL með Smart Sensing tækni

Nýr Philips Airfryer XXL sem hugsar og steikir fyrir þig. Loftsteikingarpottur með Smart Sensing tækni sem aðlagar og stillir eldunartíma og hitastig sjálfvirkt á meðan steiking fer fram fyrir fullkomlega steikta rétti.

Skref 1 - Settu hráefnið í skúffuna

Veldu úr vinsælum réttum t.d. ferskum eða frosnum frönskum, kjúklingaleggjum, heilum kjúkling eða fisk.

Skref 2 - Veldu prógramm

Þú þarft ekki að giska á eldunartíma eða hitastig, veldu á milli 5 forstilltra prógramma og ýttu á Start.

Skref 3 - Eldar fyrir þig

Smart Sending tæknin hámarkar eldunarárangur, stillir tíma og hitastig eftir vigt og magni og matreiðir sjálfvirkt.                                                                                            

Fullkomnar niðurstöður í hvert sinn

Njóttu þess að borða fullkomlega eldaða rétti án þess að þurfa að standa yfir eldamennskunni. Lágmarks fyrirhöfn og meiri tími laus fyrir aðra hluti!

Fjölhæf matreiðsla - fáðu innblástur í NutriU appinu

Airfryer veitir endalausa möguleika í eldhúsinu og þú getur bæði steikt, grillað, djúpsteikt mat og bakað kökur. Hvort sem þú vilt frekar fisk, fuglakjöt, kjöt eða grænmeti geturðu búið til uppáhaldsréttina þína og loftsteikingarpotturinn virkar jafn vel í forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Einnig er til fjöldi aukabúnaðar sem gerir eldamennskuna enn auðveldari. Ef þú vilt sækja þér innblástur eða veltir fyrir þér í hvað þú getur notað Airfryer, geturðu skoðað NutriU appið og fundið mörg spennandi og hvetjandi ráð og uppskriftir. Þú finnur appið bæði í App Store og Google Play.

Dásamlega einfalt

Með loftsteikingarvél geturðu gleymt brenndum fingrum, reykfylltu eldhúsi og steikingarfýlu. Lítill og handhægur loftsteikingarpottur klárar verkefnið án mikillar fyrirhafnar fyrir þig, meira að segja er auðvelt að þrífa hann. Í stað þess að maturinn sé steiktur í olíu notar loftsteikingarpotturinn heitt loft. Loftið dreifist fljótt um matinn og býr til stökkt yfirborð sem þú tengir venjulega við djúpsteiktan mat. Svo einfalt, svo gott og ekki síst miklu hollara.

Finndu þinn Philips Airfryer

Image of product image 0
44.995 kr
 • Vefur
 • Verslanir
Image of product image 0
44.995 kr
 • Vefur
 • Verslanir
Image of product image 0
6.995 kr
 • Vefur
 • Verslanir
Image of product image 0
7.495 kr
 • Vefur
 • Verslanir
Image of product image 0
6.495 kr
 • Vefur
 • Verslanir
Image of product image 0
6.495 kr
 • Vefur
 • Verslanir
Image of product image 0
3.995 kr
 • Vefur
 • Verslanir
Image of product image 0
5.995 kr
 • Vefur
 • Verslanir